Snorrabraut 29
GAGNATAKA
Ef þú vilt hefja tannréttingameðferð er fyrsta skrefið að koma í gagnatökutíma. Teknar eru röntgenmyndir af tönnum og kjálkum, ljósmyndir af andliti og tönnum og tennur eru skannaðar með þrívíddarskanna. Að auki fer fram nákvæm skoðun og skráning á tönnum og biti. Þessi gögn eru tekin til að meta ástand tanna og bits. Þessi gögn eru nauðsynleg svo hægt sé að gera fyrir þig meðferðar- og kostnaðaráætlun og einnig til að fylgjast með breytingum sem verða á tönnum þínum og biti á meðan á meðferð stendur.
SKOÐUN
Nákvæm greining og skráning er gerð á biti og stöðu tanna. Ástand mjúkvefja og kjálkaliða er einnig skoðað.


RÖNTGENMYNDATAKA
Teknar eru tvær röntgenmyndir, kjálkabreiðmynd og hliðarröntgenmynd. Stundum getur þurft að taka fleiri myndir til að ná fullri yfirsýn yfir stöðuna.
LJÓSMYNDATAKA
Teknar eru nokkrar andlitsmyndir auk innanmunnsmynda af tönnum og biti.


ÞRÍVÍDDARSKANN
Tennur eru skannaðar með sérstökum skanna og þrívítt tölvulíkan gert af tönnunum. Þessi tækni kemur í stað máttöku sem áður þurfti til og er mun þægilegri fyrir þig.